Tíminn – Verkfærastika

 

Verkfærastikan inniheldur tákn með valmöguleikum sem eiga við dagatalið. Í verkfærastikunni er hgæt að velja hvernig þú vilt að dagatalið birtist. Þessi valmynd er opnuð með því að smella á táknin sem eru í þessari röð: Skýrsla, Upplýsingar um mönnunnarþörf, Nánari stillingar, Skoða og Hjálp.

 

 

Táknin í verkfærastiku Tímans

 

Tákn Lýsing
Skýrslur – Sýnir skýrslur dagatalsins sem geymir skipulagið þitt
Upplýsingar um mönnunarþörf – Sýnir útgefna þörf í dagatalinu
Nánari stillingar – Frekari stillingar fyrir sýn dagatalsins eins og mönnun og smella á dag.
Skoða- Stillingar fyrir sýn dagatalsins eins og heill dagur, allt skipulag og tímakvarði.
Hjálp – opnar glugga með hjálpinni fyrir viðkomandi síðu.
   

 

Skýrslur fyrir dagatalið

 

Með því að smella á Skýrslu táknið kemur upp felligluggi með ýmsum skýrslum.

Þar eru tveir möguleikar:

  1. að smella á skýrsluna sem á að skoða og þá opnast hún í nýjum glugga
  2. láta músabendilinn fljóta yfir skýrslunni (ekki smella) sem á að skoða og þá birtist annar felligluggi sem sýnir mismunandi tegundir niðurhals á viðkomandi skýrslu, t.d. excel skjal eða .pdf skjal. 

  

 

Misjafnt er hvaða skýrslur birtast eftir aðgengi starfsmanns.

 

 

 

 

1. Þegar smellt er á skýrslu

Þegar smellt er á skýrslu sem á að skoða opnast hún í nýjum glugga.

Í þessu dæmi notumst við við skýrsluna um vasaskipulag þar sem sú skýrsla oftast aðgengileg.

 

Tækjastika skýrslna

 

 

Í tækjastikunni er nokkrir valkostir. Þar er hægt að velja tímabil sem skýrslan sýnir, hægt er að sækja skýrsluna á mismunandi formi, t.d. .pdf eða .xls og valmöguleikinn að senda skýrsluna með tölvupósti.

Í fyrstu tveimur reitunum er valið tímabil. Í þriðja reitinum er valið hversu margir dagar eiga að vera á hverju vasaskipulagi fyrir sig, t.d. 31 fyrir allan mánuðinn á einu skipulagi eða 16 til að fá skipulagið á tveimur dögum osfrv. Þegar búið er að velja skal smellt á sýna.

Ef smellt er á sækja kemur felligluggi líkt og ef músin er látin fljóta yfir tegund skýrslunnar í aðalvalmynd. Þar er hægt að velja hvaða tegund skjals þú vilt sækja skýrsluna í. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi, t.d. .xls, .pdf ofl. og fara möguleikarnir eftir tegund skýrslu.

Ef smellt er á senda tölvupóst er hægt að senda skýrsluna sem viðhengi í tölvupósti. Það er mjög einfalt og er hægt að brjóta ferlið niður í nokkur skref:

  1. Tegund skýrslu er valið. Hér er felligluggi og er smellt á örina til að sjá hvaða tegundir eru í boði fyrir þessa skýrslu.
  2. Setja inn netfangið sem á að senda til.
  3. Setja inn efni tölvupóstsins.
  4. Skrifa innihalds tölvupósts.
  5. Smella á senda.

 

 

 

Tölvupósturinn kemur til með líta út einhvern veginn svona og er sendur frá tölvupóstfanginu noreply@mytimeplan.com

 

 

 

Viðhengið, ef .pdf er valið, lítur þá einhvern veginn svona út. Athugið að útlit er misjafn eftir því hvaða tölvupóstþjón viðtakandinn er að nota.

 
 

  

Mönnunarþörf

 

Upplýsingar um mönnunarþörf er sýnd í dagatalinu. Þar er hægt að sjá hvort einhverjar vaktir eru undirmannaðar og hvort vakt sem viðkomandi hefur óskað eftir að vinna er yfirmönnuð og er þá hægt að færa vaktir sem óskað er eftir út frá þínu eigin skipulagi. Ef ósk um vakt sem er yfirmönnuð er ekki aðlöguð er það gert sjálfvirkt í bestun og þá hefur starfsmaðurinn minna um það að segja hvenær hann fær vakt, í stað þessarar sem var yfirmönnuð.

Litirnir sem birtast standa fyrir deildir ef viðkomandi starfsmaður á möguleika á að starfa í fleiri en einni deild. Ef einungis eina deild er um að ræða birtast bara upplýsingar í þeim lit sem sú deild hefur.  

 

Þörfin er sett fram á tvo mismunandi vegu. Ef um undirmönnun er að ræða birtast tölur með mínus merkinu (-) fyrir framan, t.d. -3 þýðir þá að 3 starfsmenn vantar á viðkomandi vakt. Yfirmönnun er merkt með rauðu striki. Ef engin merking er við vakt er hún mönnuð rétt. Í dæminu hér að neðan vantar 1 starfsmann á vaktina til klukkan 8 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag en vaktin sem starfsmaðurinn hefur óskað eftir á fimmtudag og föstudag er yfirmönnuð. Vaktin á laugardag og sunnudag er undirmönnuð um einn starfsmann. Hér gæti þessi starfsmaður t.d. fært vaktirnar sem hann óskaði eftir á fimmtudag og föstudag yfir á laugardag og sunnudag. Þannig hefur hann stjórn á því hvaða vakt hann tekur í stað þess að bestun hefði kannski sett starfsmanninn á tvöfalda vakt á mánudag og þriðjudag, sem dæmi.

 

 

 

Ef músin er látin fljóta yfir svæði þar sem sýnt er mönnunarþörf kemur upp glugginn sem sýnir upplýsingar um þörfina.

Það gæti litið út eins og þessi mynd hér sýnir

 

 

Upplýsinga glugginn um mönnunarþörf birtist þegar músin er látin fljóta yfir súluna sem sýnir undirmönnunina. Þessi gluggi sýnir þér lágmarksmönnun fyrir ákveðna aðgerð, ásamt því hversu margir starfsmenn hafa skráð sig á viðkomandi vakt.

Eins og sést á dæminu fyrir ofan er lágmarksþörf, fyrir vaktina frá 00:00 til 08:00, fyrir aðgerðina work, og 0 starfsmenn hafa skráð sig á vaktina og því sýnir dagatalið -1.

Þann 30.04 og 01.05 hefur þessi tiltekni starfsmaður skráð sig á vaktir frá 15:30 – 23:30. Vaktirnar eru merktar með rauðu striki sem gefur til kynna að það sé yfirmönnun á þessari vakt og ef starfsmaðurinn aðlagar ekki skipulagið sitt verða þessar vaktir færðar til þegar planið verður bestað.

 

 

  

Nánari stillingar 

Í Nánari stillingum er hægt að velja hvaða upplýsingar eiga að sjást á dagatalinu.

Þar undir eru tveir valmöguleikar: Mönnun og Smella á dag

Undir Mönnun er hægt að velja hvaða einingar og aðgerðir eru sjáanlegar á dagatalinu (ef viðkomandi hefur aðgang að fleiri en einni einingu/aðgerð)

Undir Smella á dag er valið hvað gerist ef smellt er efst á dag í dagatalinu. Tveir valmöguleikar eru fyrir hendi: Að skrá vakt og að skrá viðveru.

 

  

Skoða


Þessi valmöguleiki ákvarðar hvaða sýn er á dagatalinu. Hægt er að velja heill dagur, allt skipulag og tímakvarði.

Undir tímakvarða er hægt að velja tíma dags sem þú vilt að birtist í dagatalinu. Hægt er að velja tímana 1-11, 3-13, 5-15, 7-17, 9-19, 11-21, and 13-23.