Mín síðaMín síða sýnir upplýsingar um skipulag og viðveru þína sem og skipulag vinnufélaga þinna. Á Mín síða er hægt að bæta við eða breyta vakt, senda athugasemdir um viðveru og senda skilaboð með skipulagi og viðveru til stjórnenda og/eða vinnufélaga. Síðuna má sérsníða að eigin vild og þannig getur þú stillt hvað þú sérð á Mín síða. Þú getur:
|
Mín síða – TilkynningarÍ tilkynningum sérð þú nýjar vinnuskýrslur, breytingar á skipulagi, uppfærslur á kerfinu eða ný skilaboð. Tilkynningar auðvelda samskipti milli þín og vinnuveitanda og er tilgangurinn að þetta verði eini samskiptavettvangurinn um skipulag og viðveru. Þú getur:
|
Tíminn – dagatalÍ Tíminn í aðalvalmynd er hægt að skipuleggja vinnutíma, frídaga eða yfirvinnu. Tíminn sýnir skipulag og viðveru. Þar er hægt að skoða og breyta skipulagi og setja athugasemdir við skipulag. Hægt er að gefa mismunandi vöktum mismunandi liti og þannig færð þú góða yfirsýn yfir þau störf sem þú ert að sinna hverju sinni. |
VaktakerfiÞegar um sveigjanlegt vaktakerfi er að ræða þá fer vaktaskipulagning í MTP fram í fjórum þrepum. 1. Þrep – Óskir (grænt) Opið er fyrir óskir þangað til 6 vikum áður en tímabil byrjar. Í óskum skipuleggja starfsmenn eigin vinnutíma og frítíma nákvæmlega í samræmi við eigin þarfir og einu takmarkanirnar eru reglur kjarasamninga. 2. Þrep – Starfsmenn besta (gult) Þegar 6 vikur eru í næsta tímabil færist það sjálfkrafa í þrep 2 þar sem starfsmenn sjá auðveldlega hvaða vaktir eru yfirmannaðar og undirmannaðar. Starfsmaður getur hér fært sig af yfirmönnuðum vöktum yfir á undirmannaðar og stjórnað þar með nauðsynlegum breytingum á eigin óskum og þar með endanlegum vinnutíma og frítíma. 3. Þrep – Stjórnendur besta (appelsínugult) Þegar 5 vikur eru í að tímabil byrji færist það sjálfkrafa í þrep 3 þar sem stjórnandi sér eftirliggjandi yfir- og undirmönnun og lagfærir með bestun. 4. Þrep – Endanlegt vaktaskipan (rautt) Þegar 4 vikur eru í að tímabil byrji færist það sjálfkrafa í þrep 4 eins og kjarasamningar segja til um. Hér eiga allar vaktir að vera mannaðar og vinnutími og frítími í sem mestu samræmi við óskir hvers og eins. |
Upplýsingar um þrepin í Tíma flipanumHver dagur í dagatalinu er undirstrikaður með grænum, gulum, appelsínugulum og rauðum lit sem segja til um hvaða þrep er í gildi hverju sinni. Ítarlegri upplýsingar um þrepin má sjá efst hægra megin í Tíma flipanum. Dagsetningin segir til um hvaða tímabil hvert þrep er og á eftir örvamerkinu er dagsetningin um hvenær hverju þrepi líkur. Á myndinni hér til hliðar sést dagsetningin 24. janúar sem er dagurinn sem öll þrepin munu breytast. Sem þýðir að starfsmenn geta breytt skipulaginu sínu í þrepi 1 til 24. Janúar. |
Skipulagning tímaÍ tímaflipanum getur þú sett fram óskir um skipulag, en þó aðeins í þrepi 1 og 2. Síðasta tækifæri til að breyta skipulaginu sínu (vinnutíma og frítíma) er í þrepi 2. Þessi aðferð auðveldar þér að:
|
Skipulag og viðveraSkipulag og viðvera í tímaflipanum eru sett fram með mismunandi litum. Litirnir sýna einnig hvernig vinnu þú munt sinna á hverri vakt þar sem hver vinnu aðgerð hefur sinn lit. Útskýringar á litunum má finna í skipulag og viðvera flipanum sem birtist þegar músin er sett yfir annað hvort skipulag eða viðveru í dagatalinu. Þar eru upplýsingar um þína skipulags- og viðverutíma, fjölda unninna tíma, tegund vinnu og fyrir hvaða deild var unnið. Þar er einnig er hægt að breyta eða eyða skipulagi og viðveru. |
< |
Að velja vakt í fyrsta skiptiðFarið er í Tíminn valmynd og þar valið dagatal. Smellt er á þann dag sem skrá á vakt og þá birtist gluggi sem heitir breyta vakt. Þar er valin deild, tegund vinnu og vaktatíminn. |
Bæta við nákvæmlega eins vaktTil að spara sér tíma við skráningu vakta þá er hægt að smella á dagsetningarnar efst í dagatali. Þá birtist glugginn „breyta völdum dögum“ þar sem hægt er að velja margar vaktir og um leið eyða mörgum vöktum í einu. |
Breyta skipulagi eða viðveruTil að breyta skipulagi er smellt á skipulagið og til að breyta viðveru er smellt á viðveruna. Þá birtist „Breyta skipulagi eða viðveru“ gluggi þar sem hægt er að gera breytingar. Muna þarf eftir því að vista breytingarnar. Það er einnig hægt að breyta skipulagi eða viðveru með því að færa músina yfir sjálft skipulagið eða viðveruna og smella á pensilinn. |
Tegundir af viðveru
Justifyessi litli stiki vi;”>Við hliðina á skipulaginu er sjálf viðveran. Þar sést hvort starfsmaður hafi stimplað sig inn eftir skipulagningu og hvort starfsmaðurinn hafi klárað vaktina sína.
|
Dagatal – útskýring<
|
Tölfræði upplýsingarEf smellt er á þríhyrninginn við hliðina á dagsetningu kemur flipi með tölfræðiupplýsingum miðað við þann dag. Þar birtist inneign starfsmanns þ.e. fjöldi klukkustunda sem starfsmaður skuldar eða á inni síðan hann hóf störf. Einnig eru upplýsingar um vinnuskyldu starfsmanns á hverjum tíma sem og tegund vinnu sem starfsmaður mun vinna t.d. sumarfrí, bakvakt o.fl. |
Starfsfólk – Mitt sniðUndir flipanum „Starfsfólk“ getur starfsmaður breytt persónu upplýsingum um sig svo sem heimilisfangi, tölvupóstfangi, símanúmeri, mynd og fleiru. Starfsmaður getur einnig breytt lykilorði sínu með því að smella á opna hengilásinn efst hægra megin. |
SkýrslurÍ skýrsluflipanum getur starfsmaður lesið, hlaðið niður og prentað út sínar skýrslur. Hægt er að velja mismunandi skýrslur og tímabil. Efst hægra megin er tákn (skjal með ör niður) sem gefur valmöguleika um að fá skýrsluna á mismunandi formi. Algengustu skýrslurnar eru Minn tími, vasayfirlit og vinnuyfirlit.
|
Stillingar – TilkynningarHér er hægt að velja hvaða tilkynningar starfsmaður fær í tölvupósti eða textaskilaboðum. Hakaðu við þær tilkynningar sem þú vilt fá. |
Tegund tilkynningar:
- Handvirkt – tilkynningar sem samstarfsfólk getur sent
- Skýrsla send þegar tímabil fer í þrep 4 – tilkynning send þegar skipulag breytist í þrepi 4
- Starfsmaður á eftir að samþykkja skýrslu – tilkynning send á starfsmann um ósamþykkta skýrslu
- Stjórnandi á eftir að samþykkja skýrslu – tilkynning send á stjórnanda um ósamþykkta skýrslu
- Launafulltrúi á eftir að samþykkja skýrslu – tilkynning send á launafulltrúa um ósamþykkta skýrslu
- Vinnuskýrsla samþykkt – tilkynning um að vinnuskýrsla sé samþykkt eða að samþykktarferlinu fyrir vinnuskýrslur sé lokið
- Vaktabreyting – tilkynning um að vakt hafi breyst
- Viðverubreyting – tilkynning um að viðvera hafi breyst
- MTP uppfærsla starfsmanns – tilkynning til að upplýsa starfsmenn um nýjungar í uppfærslu á MTP
- MTP uppfærsla stjórnenda – tilkynning til að upplýsa stjórnendur um nýjungar í uppfærslu á MTP
Fullur skjárTil að fá MyTimePlan appið í fullum skjá er smellt á táknið sem er efst í hægra horninu. |