Tímasjórnunarsíðan – Skipulagssýn
Á tímastjórnunarsíðunni er hægt að sjá töflu og yfirlitsmynd yfir starfsmannaþörf fyrirtækisins. Hægt er að skoða, breyta, bæta við og eyða vöktum, bæta við viðveru eftir þörfum og skoða yfirlit yfir áætlanir starfsmanna. Hér úir og grúir af nytsamlegum upplýsingum sem gera skipulagningu vinnutíma auðveldari. Skipulagssýninni er skipt upp í 4 hluta. Á tækjastiku Skipulagssýnar er hægt að stilla allt sem kemur að skipulaginu. Hér er að finna táknin: smella á dag, sía, afrita, stillingar, skýrslur, bakka, bestun, finna starfsmann á vakt og hjálp. 2. Síunarstika Síunarstikan er fyrir neðan tækjastiku skipulagssýnar. Í þessari stiku er hægt að stýra því hvaða starfsmann/menn þú sérð í skipulaginu og hvaða tímabil þú vilt skoða. Einnig er hægt að breyta því hversu marga daga þú vilt sjá í einu. Í meginhluta Tímastjórnunarsíðunnar er skipulagsyfirlitið. Þar er hægt að athuga skipulag starfsmanna þinna. Hægt er að skoða, breyta, bæta við og eyða vöktum og/eða viðveru og bætt við athugasemdum. Í yfirlitinu sérð þú þar sem valið var í síunarstikunni. Grafið sýnir mönnun og þörf miðað við forsendur sem valdar voru í síunarstikuna og þú sérð í skipulaginu. Til ásnum til vinstri sést fjöldi starfsfólks og á ásnum efst sjást klukkustundir. |