Yfirlit

Á Mínum síðum er hægt að skoða upplýsingar um vinnutíma, skipulag og viðveru þína og vinnufélaga þinna. Þetta gæti orðið uppáhalds staðurinn þinn til að finna allar þær upplýsingar sem þig vantar. Þar getur þú líka breytt/bætt við athugasemd við vaktir eða viðveru og sent tilkynningu með vaktir eða viðveru sem viðhengi til yfirmanna og/eða vinnufélaga. Þú getur stillt síðuna að þínum þörfum. Þú ræður hvaða glugga þú sérð á Þínum síðum. 

 

 

 

Breyta/bæta við athugasemd

Einn af gluggunum sem hægt er að hafa á yfirlitssíðunni er „mitt skipulag og viðvera“. Þar er hægt að breyta/bæta við athugasemd við vakt eða viðveru með því að smella á örvartáknið

 

 
 

Hér sérðu valmöguleikann Ný/Breyta athugasemd. Ef smellt er á hann birtist gluggi þar sem hægt er að skrifa inn athugasemd og velja svo „vista“ eða „hætta við“.

 

 

Setja vakt/viðveru sem viðhengi í tilkynningu

Hægt er að hengja vakt/viðveru sem viðhengi í tilkynningu með því að smella á örvartáknið og velja „setja sem viðhengi“. Þetta getur verið nytsamlegt t.d. ef stimplun og viðvera/vakt er ekki eins einhverra hluta vegna og yfirmaður þarf að fara yfir viðveru/vakt.

 

 

Þá kemur upp gluggi fyrir nýja tilkynningu.

Eins og þú sérð hefur vaktinni þinni verið bætt við sem viðhengi. Næstu skref eru:

  1. Þú velur viðtakanda/viðtakendur með því að smella á plús táknið, þú getur valið valið viðtakendur úr lista yfirmanna eða úr tré starfsmanns.
  2. Settu inn efni tilkynningar og það sem þú vilt skrifa í tilkynninguna. 
  3. Þegar skilaboðin eru tilbúin þá er smellt á „senda“. Tilkynningin birtist svo í listanum yfir tilkynningar hjá þeim starfsmanni sem tilkynningin var send til.